sunnudagur, maí 31, 2009

Sumar og sól

Sumarið er komið með góða veðrið.
Í gær vorum við úti allan daginn. Krakkarnir fóru í heimsókn á bóndabæ með íslenskukennaranum og það sem eftir var dags lékum við okkur í garðinum. Sulluðum með vatn, stóðum á höndum og grilluðum kvöldmat úti.
Í dag fór ég berfætt út með morgunkaffið og eftir hádegi var vöffluboð hjá Sigrúnu ömmu.
Myndir í albúminu.

sunnudagur, janúar 11, 2009

Atli var á handboltamóti í dag og Sveinn fór með honum. Ég fór með Írisi Öddu í sunnudagaskólann.
Annars snýst allt um kjallarann hjá okkur núna. Við ætlum að moka öllu út og fá menn til að brjóta upp gólfið, dýpka kjallarann, setja möl undir og steypa nýja plötu og steypa undir útveggina. Já og drena 2 hliðar að utan.
Okkur langar að opna niður í kjallarann og nota hann sjálf og þá viljum við hafa allt í lagi.
Ég fékk A í prófinu sem ég tók 11. des í Årsregnskap og skatt!

mánudagur, desember 29, 2008

Gleðileg jól og gott nýtt ár!

Sveinn lagði allavega inn eitthvað af myndum frá jólunum :)... þó ég nenni ekki að skrifa.

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Ég var að koma af mjög skemmtilegum tónleikum með Queendom.
Hljómsveitin er skipuð fjórum norskum söngkonum af afrískum uppruna og fimm hljóðfæraleikurum. Tónlistin er mjög hress og grípandi og fólkið í salnum stóð upp í lokin og dansaði og söng með.
Þegar ég kom út að tónleikum loknum var haustinu lokið og vetur genginn í garð. Rigningin hafði breyst í snjókomu.

Sveinn fór með Írisi á klifuræfingu hjá íþróttaskólanum og tók þar nokkrar myndir sem má sjá í myndaalbúminu.

Hafið það gott!

mánudagur, nóvember 10, 2008

Kveðja til Önnu

Frúin er nýkomin heim úr SPA-helgarferð með vinnufélögum. Endurnýjuð og endurnærð. Voða notaleg helgi og góður matur.
Sveinn er búinn að taka herbergið hans Atla í gegn. Nú er það betur einangrað með nýjum gipsplötum á veggjum og lofti, nýmálað og nýtt parkett auk þess sem það stækkaði um ca. 3 fermetra (á kostnað gamalla skápa og búts af tilvonandi baðherbergi).
Annars bara... myrkur úti en við höfum það kósí inni :o)

þriðjudagur, september 30, 2008

Snemma í vor keypti ég Barbie-blað fyrir Írisi. Í því var getraun; ,,Hvað eru dvergarnir vinir hennar Mjallhvítar margir?" Íris tók þátt, sendi póstkort með svari.
Í sumar keypti ég svo prinsessublað og í því var teiknisamkeppni. Íris teiknaði mynd af prinsessu og sendi inn. Ekki svo löngu seinna kom tilkynning um að hún ætti pakka á pósthúsinu. Jibbí sögðum við...kannski hefur þú unnið prinsessuplastkassann til að rúlla undir rúmið úr teiknisamkeppninni. En pakkinn var frá Barbie. Barbieprinsessa sem spilaði lag.
Í dag kom svo ný tilkynning um pakka á pósthúsinu og í þetta sinn var það plastkassinn frá prinsessunum til að rúlla undir rúm. Er þetta heppni eða?...

Gaman að geta þess að Atli vann skrifpúlt í teiknisamkeppni fyrir 3 árum og Sigrún Erla vann bakpoka með ýmsu dóti í í teiknisamkeppni þegar hún var 3-4 ára.

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Krabbar á Sokn

Við vorum að koma heim úr krabbaveislu í tjaldvagninum hjá Karin.
Karin sem vinnur með mér bauð okkur að koma í tjaldvagninn sinn sem hún hefur á Sokn að borða krabba eftir vinnu í dag. Sveini og krökkunum var smalað inn í bíl og keyrt undir sjóinn og á tjaldstæðið þar sem þau hjónin Karin og Ole Geir eru með tjaldvagn/sumarbústað. Þar sátum við úti og pilluðum kjötið úr klónum og átum með fransbrauði. Voða huggó. Föstudagsfílingur á miðvikudegi.